Atvikið átti sér stað undir lok leiksins sem endaði með markalausu jafntefli. Garmash lyfti þá tökkunum heldur hátt og fékk réttilega að líta gula spjaldið, en bjóst líklega ekki við því að rautt spjald myndi fylgja viðstöðulaust. Eins og gefur að skilja olli atvikið miklum ruglingi meðal leikmanna.
Anthony Taylor var þó bent á mistök sín, og Garmash fékk því að klára leikinn, aðeins með gult spjald.
Well done to our good friend Anthony Taylor, who gave Dynamo Kyiv midfielder Denys Garmash his second yellow card and sent him off vs.Benfica
— From The Shed End (@FromTheShedEnd) September 14, 2021
Although he hadn’t been booked yet! 🙄🙄#ucl #dkvben pic.twitter.com/qtTXkl2Zth
Atvikið minnir óneitanlega á það þegar að Graham Poll gaf króatíska varnarmanninum Josip Simunic þrjú gul spjöld í leik gegn Ástralíu á HM 2006, áður en að rauða spjaldið fór loks á loft. Þau mistök voru þó ekki leiðrétt og Simunic fékk að hanga inni á vellinum mun lengur en hann hefði átt að gera.