Nýjar takmarkanir fá misjafnar viðtökur: Menntskælingar í skýjunum en hárgreiðslumenn brjálaðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 19:27 Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll. Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent