Hefði viljað ganga lengra í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 13:29 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu. „Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira