Íslendingur á leið á norska Stórþingið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. september 2021 14:01 Hinn hálf íslenski Mímir Kristjánsson er á leið inn á norska stórþingið fyrir Rauða- flokkinn. Vísir Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri. Vinstri blokkinn hlaut hundrað þingsæti í norsku þingkosningunum í gær en hægri blokkin 68. Verkamannaflokkurinn er sá fjölmennasti á þingi með 48 þingmenn. Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkinn í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í gærkvöldi. Þar með er átta ára tíð Ernu Solberg á enda og ljóst að vinstri flokkar taka við stjórnartaumunum. Vinstri blokkinn samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Græningjum og Rauða flokknum. Á íslenskan föður Hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson sem er búsettur í Stavangri er á leið á þing eftir sigur Rauða flokksins í gær. Faðir hans er íslenskur og móðir hans norsk. Hann hefur ávallt búið í Noregi en talar ágæta íslensku. Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. „Við fengum 4,7 prósent atkvæða og átta menn kjörna á norska stórþingið sem er stórsigur fyrir Rauða flokkinn en við vorum með einn mann á þingi fyrir þessar kosningar. Það er mikil vinstri hreyfing í Noregi um þessar mundir, fólk er búið að fá nóg af því að hinir ríku verði sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari eins og hefur verið tilhneiging í stjórnartíð Ernu Solberg. Almenningur vill breyta þessu,“ segir Mímir. Velferðarmálin Mímir telur að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fer á norska stórþingið. Hann segir að sín helstu baráttumál verði velferðarmál. „Það þarf að huga betur að heilbrigðismálum og félagsmálum og ég mun berjast fyrir þessum málaflokkum,“ segir Mímir. Aðspurður um hvort norski olíusjóðurinn og málefni hans séu á stefnuskrá Rauða flokksins segir Mímir: Hallo! pic.twitter.com/hoTLphq1BI— Mímir Kristjánsson (@mimirk) September 13, 2021 „Það er auðvitað ekki hægt að stöðva framleiðslu á olíu á morgun en Noregur þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að leggja áherslu á olíuleit og framleiðslu. Það er bara tímaspursmál hvenær það verður,“ segir Mímir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir úrslitin í Noregi sýna ákveðið óþol eftir langa stjórnarsetu hægri afla. Eiríkur Bergmann stjórmálafræðiprófessor, Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta séu nú bara einfaldar flekahreyfingar. Hægri stjórnin hefur verið lengi við völd, sumir hafa sagt að hún sé all verulega til hægri. Nútíminn er bara þannig að stjórnmálin sveiflast meira en áður. Þannig að það var komið ákveðið óþol í garð ríkjandi stjórnvalda. Það er grunnurinn í þessu en svo má auðvitað týna til fjölmörg mál eins og umhverfismál sem hafa verið að koma mikið inn. Efnahagsmál eru að koma inn sem sterkari átakalína en oft áður. Þá hefur faraldurinn komið sterkt inn eins og alls staðar annars staðar,“ segir Eiríkur. Svar Eiríks er eindregið þegar hann er spurður um hvort þetta gefi einhverjar vísbendingar um hvernig fer hér á landi þann 25. september: „Nei.“ Noregur Íslendingar erlendis Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25 Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40 Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Vinstri blokkinn hlaut hundrað þingsæti í norsku þingkosningunum í gær en hægri blokkin 68. Verkamannaflokkurinn er sá fjölmennasti á þingi með 48 þingmenn. Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkinn í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í gærkvöldi. Þar með er átta ára tíð Ernu Solberg á enda og ljóst að vinstri flokkar taka við stjórnartaumunum. Vinstri blokkinn samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Græningjum og Rauða flokknum. Á íslenskan föður Hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson sem er búsettur í Stavangri er á leið á þing eftir sigur Rauða flokksins í gær. Faðir hans er íslenskur og móðir hans norsk. Hann hefur ávallt búið í Noregi en talar ágæta íslensku. Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. „Við fengum 4,7 prósent atkvæða og átta menn kjörna á norska stórþingið sem er stórsigur fyrir Rauða flokkinn en við vorum með einn mann á þingi fyrir þessar kosningar. Það er mikil vinstri hreyfing í Noregi um þessar mundir, fólk er búið að fá nóg af því að hinir ríku verði sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari eins og hefur verið tilhneiging í stjórnartíð Ernu Solberg. Almenningur vill breyta þessu,“ segir Mímir. Velferðarmálin Mímir telur að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fer á norska stórþingið. Hann segir að sín helstu baráttumál verði velferðarmál. „Það þarf að huga betur að heilbrigðismálum og félagsmálum og ég mun berjast fyrir þessum málaflokkum,“ segir Mímir. Aðspurður um hvort norski olíusjóðurinn og málefni hans séu á stefnuskrá Rauða flokksins segir Mímir: Hallo! pic.twitter.com/hoTLphq1BI— Mímir Kristjánsson (@mimirk) September 13, 2021 „Það er auðvitað ekki hægt að stöðva framleiðslu á olíu á morgun en Noregur þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að leggja áherslu á olíuleit og framleiðslu. Það er bara tímaspursmál hvenær það verður,“ segir Mímir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir úrslitin í Noregi sýna ákveðið óþol eftir langa stjórnarsetu hægri afla. Eiríkur Bergmann stjórmálafræðiprófessor, Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta séu nú bara einfaldar flekahreyfingar. Hægri stjórnin hefur verið lengi við völd, sumir hafa sagt að hún sé all verulega til hægri. Nútíminn er bara þannig að stjórnmálin sveiflast meira en áður. Þannig að það var komið ákveðið óþol í garð ríkjandi stjórnvalda. Það er grunnurinn í þessu en svo má auðvitað týna til fjölmörg mál eins og umhverfismál sem hafa verið að koma mikið inn. Efnahagsmál eru að koma inn sem sterkari átakalína en oft áður. Þá hefur faraldurinn komið sterkt inn eins og alls staðar annars staðar,“ segir Eiríkur. Svar Eiríks er eindregið þegar hann er spurður um hvort þetta gefi einhverjar vísbendingar um hvernig fer hér á landi þann 25. september: „Nei.“
Noregur Íslendingar erlendis Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25 Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40 Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25
Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40