Oddvitaáskorunin: Dundaði sér við fjáraukalög í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira