Búið hjá Ba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 15:01 Demba Ba skorar hjá Liverpool á Anfield í apríllok 2014 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard. EPA/PETER POWELL Leikmaðurinn, sem var einn stærsti örlagavaldurinn í því að Steven Gerrard vann aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpoool, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira