Veður

Suð­vestan­átt og skúrir en strekkings­vindur á köflum

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með strekkingsvindi með köflum á landinu í dag.
Reikna má með strekkingsvindi með köflum á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Reikna má með suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu í dag, með strekkingsvindi á köflum, en allvíða bjartviðri norðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu átta til fimmtán stig þar sem hlýjast verður á Norðausturlandi.

„Hægari og úrkomuminna á morgun, en á fimmtudag nálgast næsta lægð úr suðvestri. Hún verður reyndar talsvert veikari en sú sem nú er að klárast.

Bæði verður vindur og úrkoma mun minni og líklega nær úrkoman lítið sem ekkert norður yfir heiðar. Áfram verður fremur milt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og rigning syðst, bjartviðri A-lands, en annars víða skúrir. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á fimmtudag: Suðaustan 8-13 m/s og víða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Bætir í úrkomu um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag: Vestlæg átt, víða skúrir eða rigning og kólnar heldur.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir suðlægar eða breytilegar áttir með vætu víða um land, en fremur milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×