Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 16:01 Djair Parfitt-Williams er markahæsti leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í sumar en skoraði síðast í deildinni í maí. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37) Fylkir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Fylkir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira