Oddvitaáskorunin: „Verðum að girða okkur í brók“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 21:00 Einar og fjölskylda í Kaliforníu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira