Mikael skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik | Viðar Ari heldur áfram að gera það gott Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 18:00 Mikael Neville Anderson tryggði AGF sinn fyrsta sigur á tímabilinu. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar veru sína hjá AGF með látum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Vejle. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að gera það gott með Sandefjörd sem vann 3-0 sigur á Valerenga. Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig. Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig.
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn