Innlent

Til­slakanir í kortunum

Þorgils Jónsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk í morgun i hendur nýtt minnisblað frá sóttvanarlækni. Þar er kveðið á um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum, en málið verður rætt í ríkisstjórn á þriðjudag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk í morgun i hendur nýtt minnisblað frá sóttvanarlækni. Þar er kveðið á um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum, en málið verður rætt í ríkisstjórn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Núgildandi reglur gilda til 17. þessa mánaðar, en þetta nýjasta minnisblað og framhald sóttvarnaraðgerða verða ræddar í ríkisstjórn á þriðjudaginn.

Staða Covid-smita hér á landi hefur farið ört batnandi síðustu daga þar sem fjórtán greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Ekki hafa færri greinst á einum degi í nærri tvo mánuði. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

397 eru í einangrun en þeir voru 453 í gær. Þá eru 776 í sóttkví, samanborið við 792 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×