Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 15:51 Kvikutaumur hafði brotið sér leið í gegn um gígvegginn í morgun og rann niður með fjallinu. Aðsend/Matthias Vogt Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00