Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:00 Agla María segir leikmenn Breiðabliks einbeitta á verkefni kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli. Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira