Innlent

Vilja halda samtali áfram þrátt fyrir viðræðuslit

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísi/Baldur

Sjúkratryggingar Íslands munu leggja til að samtal haldi áfram á millu stofnunarinnar og Læknafélags Reykjavíkur þrátt fyrir að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SÍ sem send var út eftir að Læknafélagið tilkynnti að liti svo á að viðræðum við SÍ væri slitið.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í þrjú ár og hafa samningar SÍ við sérfræðilækna verið lausir frá árslokum 2018. Í tilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur eru öll meginágreiningsefni samningsaðila sögð enn óleyst og telur félagið eðlilegt að taka upp þráðinn að nýju þegar ný ríkisstjórn tekur við eftir Alþingiskosningarnar síðar í mánuðinum.

SÍ vill þó halda áfram samtölum við Læknafélagið svo tryggt sé að samningar geti náðst á skömmum tíma þegar formlegar viðræður fara af stað á ný. Mörg grundvallaratriði sé þegar til staðar til að ná góðum samningi.

„Útfærsla þess hvernig sé hægt að forgangsraða og halda sig innan fjárlaga hefur verið helsta ágreiningsefni samningsaðila en Sjúkratryggingar telja þó að ríkur vilji sé, af allra hálfu, til að ná sem fyrst viðunandi niðurstöðu í þágu sjúklinga,“ segir í tilkynningu SÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×