Ekkja Bobbys vill ekki að morðinginn sleppi Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 16:57 Ethel Kennedy hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að Sirhan Sirhan, sem réð mann hennar af dögum árið 1968 verði látinn laus. AP Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum í miðri kosningabaráttu árið 1968, segist andvíg því að banamanni eiginmanns hennar, Sirhan Sirhan, verði veitt reynslulausn. Yfirlýsing þess efnis birtist á Twittersíðu dóttur hennar, Kerry Kennedy, í gær. Sirhan hefur setið inni í 53 ár af lífstíðardómi. Hann á nú í fyrsta sinn raunhæft tækifæri á að ljúka afplánun eftir að nefnd um reynsluskoðun komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að hann væri breyttur maður og samfélaginu stafaði ekki lengur ógn af honum. Í umfjöllun AP segir að þetta hefi verið í sextánda sinn sem Sirhan kemur fyrir nefndina, en honum hafði ávallt verið synjað um reynslulausn. Málið fer fyrir endurskoðunarnefnd á næstu mánuðum, en ef það hlýtur brautargengi þar mun það lenda á borði Gavin Newsome, ríkisstjóra Kaliforníu, sem tekur lokaákvörðun um hvort Sirhan fái frelsi. Sirhan Sirhan var 24 ára þegar hann réði Bobby Kennedy af dögum. Hann sagðist hafa unnið ódæðið vegna stuðings Kennedys við Ísrael í Sex daga stríðinu árið 1967. Drap vonastjörnu Demókrataflokksins Sirhan Sirhan, sem er nú 77 ára, fæddist í kristna fjölskyldu í Palestínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem barn. Hann játaði sök við handtöku og sagðist einfaldlega hafa drepið Kennedy vegna stuðnings hans við Ísrael í sex daga stríðinu 1967. Sirhan bar síðar fyrir sig ölvun og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Hann var dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í lífstíðardóm þegar Kalifornía afnam dauðarefsingar til skamms tíma árið 1972. Þegar þarna var komið var Kennedy vinsæll öldungadeildarþingmaður, en þekktastur sem bróðir forsetans fyrrvernandi, Johns F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum fimm árum áður. Bobby var talinn sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 1968, þar sem repúblikaninn Richard Nixon fagnaði loks sigri. Afstaða ættmóðurinnar afhjúpar klofning í fjölskyldunni þar sem tveir synir þeirra hjóna, Robert yngri og Douglas, höfðu lýst yfir stuðningi við því að morðingja föður þeirra yrði sleppt úr haldi, en fyrrnefnd Kerry og fimm systkini hennar eru því mótfallin. Hinn 5. júní árið 1968 talaði Bobby Kennedy fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu á Ambassador hótelinu í Los Angeles, með Ethel sér við hlið. Strax eftir að hann steig úr ræðupúltinu kom Sirhan Sirhan aðvífandi og skaut hann þrisvar, einu sinni í höfuðið og tvisvar í bakið. Sirhan var umsvifalaust yfirbugaður, en Kennedy lést af sárum sínum daginn eftir. Í yfirlýsingu Ethelar, sem er 93ja ára, segir að Bobby, eins og hann var jafnan kallaður, hafi verið maður friðarins og viljað sameina fólk, en dauði hans hafi verið ómælanlegur missir fyrir fjölskylduna og bandarísku þjóðina. Undir yfirlýsinguna er handskrifað: „Hann ætti ekki að fá reynslulausn. Ethel Kennedy.“ Please read and share my Mom’s statement. He should not be paroled. pic.twitter.com/AdHUwh9L2n— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) September 7, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02 Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44 Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11 Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sirhan hefur setið inni í 53 ár af lífstíðardómi. Hann á nú í fyrsta sinn raunhæft tækifæri á að ljúka afplánun eftir að nefnd um reynsluskoðun komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að hann væri breyttur maður og samfélaginu stafaði ekki lengur ógn af honum. Í umfjöllun AP segir að þetta hefi verið í sextánda sinn sem Sirhan kemur fyrir nefndina, en honum hafði ávallt verið synjað um reynslulausn. Málið fer fyrir endurskoðunarnefnd á næstu mánuðum, en ef það hlýtur brautargengi þar mun það lenda á borði Gavin Newsome, ríkisstjóra Kaliforníu, sem tekur lokaákvörðun um hvort Sirhan fái frelsi. Sirhan Sirhan var 24 ára þegar hann réði Bobby Kennedy af dögum. Hann sagðist hafa unnið ódæðið vegna stuðings Kennedys við Ísrael í Sex daga stríðinu árið 1967. Drap vonastjörnu Demókrataflokksins Sirhan Sirhan, sem er nú 77 ára, fæddist í kristna fjölskyldu í Palestínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem barn. Hann játaði sök við handtöku og sagðist einfaldlega hafa drepið Kennedy vegna stuðnings hans við Ísrael í sex daga stríðinu 1967. Sirhan bar síðar fyrir sig ölvun og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Hann var dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í lífstíðardóm þegar Kalifornía afnam dauðarefsingar til skamms tíma árið 1972. Þegar þarna var komið var Kennedy vinsæll öldungadeildarþingmaður, en þekktastur sem bróðir forsetans fyrrvernandi, Johns F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum fimm árum áður. Bobby var talinn sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 1968, þar sem repúblikaninn Richard Nixon fagnaði loks sigri. Afstaða ættmóðurinnar afhjúpar klofning í fjölskyldunni þar sem tveir synir þeirra hjóna, Robert yngri og Douglas, höfðu lýst yfir stuðningi við því að morðingja föður þeirra yrði sleppt úr haldi, en fyrrnefnd Kerry og fimm systkini hennar eru því mótfallin. Hinn 5. júní árið 1968 talaði Bobby Kennedy fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu á Ambassador hótelinu í Los Angeles, með Ethel sér við hlið. Strax eftir að hann steig úr ræðupúltinu kom Sirhan Sirhan aðvífandi og skaut hann þrisvar, einu sinni í höfuðið og tvisvar í bakið. Sirhan var umsvifalaust yfirbugaður, en Kennedy lést af sárum sínum daginn eftir. Í yfirlýsingu Ethelar, sem er 93ja ára, segir að Bobby, eins og hann var jafnan kallaður, hafi verið maður friðarins og viljað sameina fólk, en dauði hans hafi verið ómælanlegur missir fyrir fjölskylduna og bandarísku þjóðina. Undir yfirlýsinguna er handskrifað: „Hann ætti ekki að fá reynslulausn. Ethel Kennedy.“ Please read and share my Mom’s statement. He should not be paroled. pic.twitter.com/AdHUwh9L2n— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) September 7, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02 Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44 Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11 Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02
Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44
Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11
Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04