Innlent

Slíta við­ræðum sérfræðilækna við sjúkra­tryggingar

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Vísir/Sigurjón

Læknafélag Reykjavíkur hefur tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í þrjú ár og hafa samningar SÍ við sérfræðilækna verið lausir frá árslokum 2018. Í tilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur eru öll meginágreiningsefni samningsaðila sögð enn óleyst.

„LR telur einsýnt að margra ára sinnu- og áhugaleysi stjórnvalda um samningagerð við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna muni ekki breytast á vikunum sem framundan eru til kosninga. 

Þess vegna sé eðlilegast að taka upp þráðinn að nýju þegar ný ríkisstjórn setur sig í stellingar til þess að standa við gefin fyrirheit stjórnmálaflokkanna um tiltekt í því ófremdarástandi sem skapast hefur í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×