Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 10:51 Réttarhöld hefjast í dag yfir Salah Abdeslam og nítján öðrum sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í París árið 2015. Abdeslam er sá eini af árásarmönnunum níu sem er enn á lífi, en hefur hingað til neitað að tjá sig við yfirvöld. Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu. Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28
Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55