Skelfingar landsleikjahlé Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 10:00 Steven Bergwijn haltraði af velli í sigri Hollands á Tyrklandi. Hann er einn af sex leikmönnum sem gætu verið fjarverandi er Tottenham Hotspur mætir Crystal Palace um helgina. ANP Sport/Getty Images Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fullmanna leikmannahóp Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace er enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé um næstu helgi. Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35. Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35.
Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira