Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Ránið átti sér stað um hábjartan dag. epa/Yoan Valat Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær. Frakkland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær.
Frakkland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira