Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. september 2021 07:01 Inga Björg Hjaltadóttir. Vísir/Vilhelm Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum. En hvernig og hvaða vinnustaðir geta skoðað slíkar kröfur? Og eru vinnustaðir almennt að íhuga þessi mál, til dæmis við ráðningar? Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um það hvort Covid sé líklegt til að hafa áhrif á ráðningasamninga vinnuveitenda og starfsfólks til framtíðar. Vinnustaðir gætu jafnvel sagt upp óbólusettu starfsfólki Inga Björg Hjaltadóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Attentus, segir vinnustaði þurfa að rýna það vel ef hugmyndir eru uppi um að setja kröfu um bólusetningar starfsfólks síns. Annað væri upp á teningnum ef stjórnvöld gæfu út tilmæli um að bólusetning væri skylda til geta sótt mannmarga staði eins og margir vinnustaðir eru. Þar sem svo er ekki, þarf að horfa til þess hvaða reglur gilda bæði varðandi ráðningarsambandið sem slíkt, hvaða kröfur vinnuveitandinn megi gera samkvæmt reglum vinnuréttar og svo hvaða reglur gildi skráningu persónuupplýsinga, en undir þær reglur heyra skráningar heilsufarsupplýsinga starfsfólks. „Um leið og gerð er krafa um bólusetningu til að geta sinnt ákveðnum störfum þá fylgir því að atvinnurekandi er farinn að halda skrá um bólusetningar með einum eða öðrum hætti. Það getur fyllilega verið heimilt að krefjast þess að starfsfólk sé bólusett við störf, en með því getur atvinnurekandi þó ekki skikkað starfsfólk í bólusetningu. Atvinnurekandi getur til dæmis gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi starfi að starfsmaður sé bólusettur ef starfið kallar á slíkt eða starfsaðstæður, svo sem ef hann þarf að ferðast erlendis vegna vinnu sinnar eða ef hann starfar með viðkvæmum skjólstæðingum í starfi sínu,“ segir Inga. Í þessu samhengi má nefna að víða er nú þegar farið fram á að farþegar sýni bólusetningarvottorð þegar þeir ferðast á milli landa, sé ætlunin að sleppa undan sóttkví. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði eru því dæmi um vinnustaði sem gætu skoðað kröfu um bólusetningu starfsfólks síns, þurfi fólk að ferðast vegna vinnu sinnar. Vinnustaðir sem starfa með viðkvæmum skjólstæðingum teljast líka nokkuð margir. Þetta geta verið vinnustaðir eins og skólar, heilsugæslur, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, dvalarheimili, sambýli og fleiri staðir. „Eins gæti það komið til að vinnuveitandi setti vinnureglur um að starfsmenn þurfi að vera bólusettir við ákveðin störf vegna ríkra viðskiptahagsmuna svo sem vegna starfa við matvælaframleiðslu eða framleiðslu sem gæti stöðvast vegna Covid smits,“ segir Inga og bætir við: En ef starfsfólk vill ekki láta bólusetja sig þá gæti það í slíkum tilvikum leitt til lögmætrar uppsagnar úr starfi.“ Inga ítrekar þó að vinnustaðir rýni vel í hvað sé skynsamlegt og hvað sé leyfilegt og hvað ekki í þessum efnum. „Mikilvægt er þá að fara vel í gegnum heimildir samkvæmt persónuverndarlögum og skoða vel hvort þessi vinnsla persónuupplýsinga sé leyfileg og haga allri framkvæmd í samræmi við lög.“ Telur þú líklegt að Covid muni hafa áhrif á ráðningasamninga framtíðarinnar? Það gæti komið til þess að vinnuveitendur settu skilyrði í ráðningasamning við upphaf ráðningar um að starfsmenn þurfi að vera bólusettir til að geta rækt starf sitt. Þá er talsvert um það að heimavinna og sveigjanleiki vinnutímans og viðveru verði aukin til dæmis einhverja daga í viku. Mörg fyrirtæki eru að setja sér heimavinnustefnur eða fjarvinnustefnur og það hefur að einhverju leyti áhrif á ráðningasamninga,“ segir Inga. Þá segir Inga það mikilvægt almennt að vinnustaðir hugi vel að því hvernig ráðningasamningar séu útfærðir og tiltekur nokkur dæmi: „Það eru ríkari kröfur á vinnuveitanda um sönnun á því um hvað var samið í ráðningasamningi, en starfsmann. Þá þurfa ráðningasamningar að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem skilgreindar eru í kjarasamningum, meðal annars um skilgreiningu vinnutíma, starfstöðvar og starfs. Það er síðan í auknum mæli verið að huga að hugverkaréttindum, helgun í starfi og samkeppnishömlum í ráðningasamningum. Eins mælum við með að settar séu tilvísanir í reglur vinnustaðarins og lög hvað varðar einelti, kynferðislegt- og kynbundið áreiti og ofbeldi í starfi í ráðningasamningi.“ Stundum koma þó upp mál þar sem starfsmaður verður uppvís að óviðeigandi hegðun utan vinnustaðarins. Sum þessara mála rata jafnvel í fjölmiðla, geta valdið vinnustaðnum skaða og orðsporsmissi. Inga segir vinnustaði geta sett ákvæði í ráðningasamninga sem gerir þeim kleift að bregðast betur við slíkum aðstæðum og siðareglur fyrir vinnustaðinn, sem vísað er til í ráðningarsamningum, eru góð leið til að taka á slíkum þáttum. Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Góðu ráðin Bólusetningar Tengdar fréttir Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00 Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
En hvernig og hvaða vinnustaðir geta skoðað slíkar kröfur? Og eru vinnustaðir almennt að íhuga þessi mál, til dæmis við ráðningar? Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um það hvort Covid sé líklegt til að hafa áhrif á ráðningasamninga vinnuveitenda og starfsfólks til framtíðar. Vinnustaðir gætu jafnvel sagt upp óbólusettu starfsfólki Inga Björg Hjaltadóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Attentus, segir vinnustaði þurfa að rýna það vel ef hugmyndir eru uppi um að setja kröfu um bólusetningar starfsfólks síns. Annað væri upp á teningnum ef stjórnvöld gæfu út tilmæli um að bólusetning væri skylda til geta sótt mannmarga staði eins og margir vinnustaðir eru. Þar sem svo er ekki, þarf að horfa til þess hvaða reglur gilda bæði varðandi ráðningarsambandið sem slíkt, hvaða kröfur vinnuveitandinn megi gera samkvæmt reglum vinnuréttar og svo hvaða reglur gildi skráningu persónuupplýsinga, en undir þær reglur heyra skráningar heilsufarsupplýsinga starfsfólks. „Um leið og gerð er krafa um bólusetningu til að geta sinnt ákveðnum störfum þá fylgir því að atvinnurekandi er farinn að halda skrá um bólusetningar með einum eða öðrum hætti. Það getur fyllilega verið heimilt að krefjast þess að starfsfólk sé bólusett við störf, en með því getur atvinnurekandi þó ekki skikkað starfsfólk í bólusetningu. Atvinnurekandi getur til dæmis gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi starfi að starfsmaður sé bólusettur ef starfið kallar á slíkt eða starfsaðstæður, svo sem ef hann þarf að ferðast erlendis vegna vinnu sinnar eða ef hann starfar með viðkvæmum skjólstæðingum í starfi sínu,“ segir Inga. Í þessu samhengi má nefna að víða er nú þegar farið fram á að farþegar sýni bólusetningarvottorð þegar þeir ferðast á milli landa, sé ætlunin að sleppa undan sóttkví. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði eru því dæmi um vinnustaði sem gætu skoðað kröfu um bólusetningu starfsfólks síns, þurfi fólk að ferðast vegna vinnu sinnar. Vinnustaðir sem starfa með viðkvæmum skjólstæðingum teljast líka nokkuð margir. Þetta geta verið vinnustaðir eins og skólar, heilsugæslur, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, dvalarheimili, sambýli og fleiri staðir. „Eins gæti það komið til að vinnuveitandi setti vinnureglur um að starfsmenn þurfi að vera bólusettir við ákveðin störf vegna ríkra viðskiptahagsmuna svo sem vegna starfa við matvælaframleiðslu eða framleiðslu sem gæti stöðvast vegna Covid smits,“ segir Inga og bætir við: En ef starfsfólk vill ekki láta bólusetja sig þá gæti það í slíkum tilvikum leitt til lögmætrar uppsagnar úr starfi.“ Inga ítrekar þó að vinnustaðir rýni vel í hvað sé skynsamlegt og hvað sé leyfilegt og hvað ekki í þessum efnum. „Mikilvægt er þá að fara vel í gegnum heimildir samkvæmt persónuverndarlögum og skoða vel hvort þessi vinnsla persónuupplýsinga sé leyfileg og haga allri framkvæmd í samræmi við lög.“ Telur þú líklegt að Covid muni hafa áhrif á ráðningasamninga framtíðarinnar? Það gæti komið til þess að vinnuveitendur settu skilyrði í ráðningasamning við upphaf ráðningar um að starfsmenn þurfi að vera bólusettir til að geta rækt starf sitt. Þá er talsvert um það að heimavinna og sveigjanleiki vinnutímans og viðveru verði aukin til dæmis einhverja daga í viku. Mörg fyrirtæki eru að setja sér heimavinnustefnur eða fjarvinnustefnur og það hefur að einhverju leyti áhrif á ráðningasamninga,“ segir Inga. Þá segir Inga það mikilvægt almennt að vinnustaðir hugi vel að því hvernig ráðningasamningar séu útfærðir og tiltekur nokkur dæmi: „Það eru ríkari kröfur á vinnuveitanda um sönnun á því um hvað var samið í ráðningasamningi, en starfsmann. Þá þurfa ráðningasamningar að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem skilgreindar eru í kjarasamningum, meðal annars um skilgreiningu vinnutíma, starfstöðvar og starfs. Það er síðan í auknum mæli verið að huga að hugverkaréttindum, helgun í starfi og samkeppnishömlum í ráðningasamningum. Eins mælum við með að settar séu tilvísanir í reglur vinnustaðarins og lög hvað varðar einelti, kynferðislegt- og kynbundið áreiti og ofbeldi í starfi í ráðningasamningi.“ Stundum koma þó upp mál þar sem starfsmaður verður uppvís að óviðeigandi hegðun utan vinnustaðarins. Sum þessara mála rata jafnvel í fjölmiðla, geta valdið vinnustaðnum skaða og orðsporsmissi. Inga segir vinnustaði geta sett ákvæði í ráðningasamninga sem gerir þeim kleift að bregðast betur við slíkum aðstæðum og siðareglur fyrir vinnustaðinn, sem vísað er til í ráðningarsamningum, eru góð leið til að taka á slíkum þáttum.
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Góðu ráðin Bólusetningar Tengdar fréttir Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00 Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00
Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00
Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00