Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 11:28 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í morgun umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga fólki á vinnumarkaði. Getty Stjórnvöld í Danmörku vonast til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði um rúm tíu þúsund á næstu níu árum. Mette Fredriksen forsætisráðherra og Nicolai Wammen fjármálaráðherra kynntu aðgerðapakka þar að lútandi í morgun, undir yfirskriftinni „Danmörk getur gert meira 1“. Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar. Danmörk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar.
Danmörk Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent