Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2021 08:54 Mynd af frambjóðendunum þremur. Hinn réttmæti Boris Vishnevsky er sá eini sem hafði fyrir því að setja á sig bindi fyrir myndatökuna. Twitter/Сергей Кузин Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl. Rússland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl.
Rússland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira