Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:15 Znak og Kólesníkóva við dómsuppkvaðningu. Þau létu þunga dóma ekki draga sig niður og brostu í myndavélarnar. Getty/Stringer Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05