Leikmenn seldir frá Danmörku fyrir meira en tíu milljarða: „Ef ég get farið með leikmenn til Danmerkur þá geri ég það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 12:00 Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í raðir danska úrvalsdeildarliðsins FC Kaupmannahafnar á dögunum. Félagið er duglegt að selja leikmenn í stærri lið erlendis. Vísir/Hulda Margrét Lið í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta seldu leikmenn út fyrir landsteinana fyrir meira en 500 milljónir danskra króna í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú um mánaðarmótin. Samsvarar það rúmlega tíu milljörðum íslenskra króna. Danska deildin er í dag talin sú besta á Norðurlöndunum og helsti stökkpallur leikmanna sem vilja komast lengra út í heim. Kamaldeen Sulemana og Mohamed Daramy eru bestu dæmin um það en þeir voru seldir á fúlgur fjár í sumar. Þá fór Íslandsvinurinn Alexander Scholz til Japans og er á lista yfir dýrustu leikmennina sem seldir voru úr landi. Danska deildin hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið þar sem FC Kaupmannahöfn fékk landsliðsmennina Andra Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson í sínar raðir. Sá fyrri kom á láni en FCK borgaði Norrköping dágóða summu fyrir Ísak Bergmann. Þá skipti Mikael Neville Anderson um lið innan Danmerkur er hann fór frá Midtjylland til AGF í Árósum. „Danmörk er númer eitt, langbest á Norðurlöndunum. Svíþjóð kemur þar á eftir og svo Noregur,“ sagði umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon í stuttu spjalli við Vísi. Umboðsstofa hans kom til að mynda að kaupum FCK á Ísaki Bergmanni. „Ef ég get farið með leikmenn til Danmerkur eða Svíþjóðar þá geri ég það frekar en að fara með þá til Noregs til að mynda,“ bætti Magnús Agnar við. Miðað við sölutölur sumarsins er það skynsamlegt enda danska deildin að selja leikmenn fyrir töluvert hærri upphæðir en þekkist á Norðurlöndunum. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, staðfesti þetta í ítarlegu viðtali við Sportbladet nýverið. Á vef TV2 í Danmörku var svo tekið saman að leikmenn hefðu verið seldur úr deildinni fyrir meira en 500 milljónir danskra króna eða rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. „Ég held við getum verið stolt af því að við seljum leikmenn erlendis fyrir slíkar upphæðir. Að fólk hafi opnað augun og séð hvernig við þróum leikmenn hér í Danmörku. Eitthvað sem við teljum vera einkenni dönsku deildarinnar, sagði Mads Junker, sérfræðingur TV2, um öll þessi félagaskipti. Hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem seldir voru úr landi og verð í dönskum krónum samkvæmt vefnum Transfermarkt. Í frétt TV2 er tekið fram að oft er kaupverð ekki gefið upp og því eru sumar tölurnar ef til vill ekki réttar upp á krónu. Oftast er kaupverð þó hærra en uppgefið er ef allar klásúlur eru teknar með í myndina. Er til að mynda talið að Kamaldeen Sulemana hafi kostað rúmlega 150 milljónir DKK en ekki 112 og hálfa. Leikmenn sem seldir voru úr dönsku úrvalsdeildinni Nafn - Lið - Verð í dönskum krónum Kamaldeen Sulemana - Frá Nordsjælland til Stade Rennes (112.5 milljónir DKK) Mohamed Daramy - Frá FCK til Ajax (90 milljónir DKK) Frank Onyeka frá Midtjylland til Brentford (75 milljónir DKK) Jesper Lindstrøm - Frá Brøndby til Eintracht Frankfurt (52.5 milljóni rDKK) Anders Dreyer - Frá Midtjylland til Rubin Kazan (52.5 milljónir DKK) Victor Nelsson - Frá FCK til Galatasaray (52.5 milljónir DKK) Wahid Faghir - Frá Vejle til Stuttgart (DKK 33.75 milljónir DKK) Oliver Christensen - Frá OB til Herthu Berlín (DKK 22.5 milljónir DKK) Peter Vindahl - Frá Nordsjælland til AZ Alkmaar (DKK 13.5 milljónir) Viktor Fischer - Frá FCK til Royal Antwerp (11.25 milljónir DKK) Magnus Mattsson - Frá Silkeborg til NEC Njimegen (7.5 milljónir DKK) Guillermo Varela - Frá FCK til Dynamo Moskvu (7 milljónir DKK) Casper Højer - Frá AGF til Sparta Prag (5.25 milljónir DKK) Rasmus Nicolaisen - Frá Midtjylland til Toulouse (4 milljónir DKK) Alexander Scholz - Frá Midtjylland til Urawa Red Diamonds (3.75 milljónir DKK) Karlo Bartolec from FCK til NK Osijek (1.9 milljón DKK) Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Þurfti nýja áskorun en hafði engan áhuga á að fara til Juventus eða Man United Ísak Bergmann Jóhannesson samdi við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn rétt í þann mund er félagaskiptigluggi Evrópu lokaði. Þessi 18 ára landsliðsmaður hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu en tók á endanum þá ákvörðun að fara til Kaupmannahafnar. 3. september 2021 08:00 Segir Ísak Bergmann hafi valið rétt og að FCK muni græða: „Munu selja hann fyrir hærri upphæð en þeir greiddu“ Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti og efnilegasti leikmaður Svíþjóðar, samdi við FC Kaupmannahöfn á dögunum. Sænski miðillinn Sportbladet fór ofan í saumana á því hvernig einn eftirsóttasti leikmaður efstu deildar endaði í Danmörku. 2. september 2021 12:02 Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. 1. september 2021 12:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Danska deildin er í dag talin sú besta á Norðurlöndunum og helsti stökkpallur leikmanna sem vilja komast lengra út í heim. Kamaldeen Sulemana og Mohamed Daramy eru bestu dæmin um það en þeir voru seldir á fúlgur fjár í sumar. Þá fór Íslandsvinurinn Alexander Scholz til Japans og er á lista yfir dýrustu leikmennina sem seldir voru úr landi. Danska deildin hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið þar sem FC Kaupmannahöfn fékk landsliðsmennina Andra Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson í sínar raðir. Sá fyrri kom á láni en FCK borgaði Norrköping dágóða summu fyrir Ísak Bergmann. Þá skipti Mikael Neville Anderson um lið innan Danmerkur er hann fór frá Midtjylland til AGF í Árósum. „Danmörk er númer eitt, langbest á Norðurlöndunum. Svíþjóð kemur þar á eftir og svo Noregur,“ sagði umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon í stuttu spjalli við Vísi. Umboðsstofa hans kom til að mynda að kaupum FCK á Ísaki Bergmanni. „Ef ég get farið með leikmenn til Danmerkur eða Svíþjóðar þá geri ég það frekar en að fara með þá til Noregs til að mynda,“ bætti Magnús Agnar við. Miðað við sölutölur sumarsins er það skynsamlegt enda danska deildin að selja leikmenn fyrir töluvert hærri upphæðir en þekkist á Norðurlöndunum. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, staðfesti þetta í ítarlegu viðtali við Sportbladet nýverið. Á vef TV2 í Danmörku var svo tekið saman að leikmenn hefðu verið seldur úr deildinni fyrir meira en 500 milljónir danskra króna eða rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. „Ég held við getum verið stolt af því að við seljum leikmenn erlendis fyrir slíkar upphæðir. Að fólk hafi opnað augun og séð hvernig við þróum leikmenn hér í Danmörku. Eitthvað sem við teljum vera einkenni dönsku deildarinnar, sagði Mads Junker, sérfræðingur TV2, um öll þessi félagaskipti. Hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem seldir voru úr landi og verð í dönskum krónum samkvæmt vefnum Transfermarkt. Í frétt TV2 er tekið fram að oft er kaupverð ekki gefið upp og því eru sumar tölurnar ef til vill ekki réttar upp á krónu. Oftast er kaupverð þó hærra en uppgefið er ef allar klásúlur eru teknar með í myndina. Er til að mynda talið að Kamaldeen Sulemana hafi kostað rúmlega 150 milljónir DKK en ekki 112 og hálfa. Leikmenn sem seldir voru úr dönsku úrvalsdeildinni Nafn - Lið - Verð í dönskum krónum Kamaldeen Sulemana - Frá Nordsjælland til Stade Rennes (112.5 milljónir DKK) Mohamed Daramy - Frá FCK til Ajax (90 milljónir DKK) Frank Onyeka frá Midtjylland til Brentford (75 milljónir DKK) Jesper Lindstrøm - Frá Brøndby til Eintracht Frankfurt (52.5 milljóni rDKK) Anders Dreyer - Frá Midtjylland til Rubin Kazan (52.5 milljónir DKK) Victor Nelsson - Frá FCK til Galatasaray (52.5 milljónir DKK) Wahid Faghir - Frá Vejle til Stuttgart (DKK 33.75 milljónir DKK) Oliver Christensen - Frá OB til Herthu Berlín (DKK 22.5 milljónir DKK) Peter Vindahl - Frá Nordsjælland til AZ Alkmaar (DKK 13.5 milljónir) Viktor Fischer - Frá FCK til Royal Antwerp (11.25 milljónir DKK) Magnus Mattsson - Frá Silkeborg til NEC Njimegen (7.5 milljónir DKK) Guillermo Varela - Frá FCK til Dynamo Moskvu (7 milljónir DKK) Casper Højer - Frá AGF til Sparta Prag (5.25 milljónir DKK) Rasmus Nicolaisen - Frá Midtjylland til Toulouse (4 milljónir DKK) Alexander Scholz - Frá Midtjylland til Urawa Red Diamonds (3.75 milljónir DKK) Karlo Bartolec from FCK til NK Osijek (1.9 milljón DKK)
Leikmenn sem seldir voru úr dönsku úrvalsdeildinni Nafn - Lið - Verð í dönskum krónum Kamaldeen Sulemana - Frá Nordsjælland til Stade Rennes (112.5 milljónir DKK) Mohamed Daramy - Frá FCK til Ajax (90 milljónir DKK) Frank Onyeka frá Midtjylland til Brentford (75 milljónir DKK) Jesper Lindstrøm - Frá Brøndby til Eintracht Frankfurt (52.5 milljóni rDKK) Anders Dreyer - Frá Midtjylland til Rubin Kazan (52.5 milljónir DKK) Victor Nelsson - Frá FCK til Galatasaray (52.5 milljónir DKK) Wahid Faghir - Frá Vejle til Stuttgart (DKK 33.75 milljónir DKK) Oliver Christensen - Frá OB til Herthu Berlín (DKK 22.5 milljónir DKK) Peter Vindahl - Frá Nordsjælland til AZ Alkmaar (DKK 13.5 milljónir) Viktor Fischer - Frá FCK til Royal Antwerp (11.25 milljónir DKK) Magnus Mattsson - Frá Silkeborg til NEC Njimegen (7.5 milljónir DKK) Guillermo Varela - Frá FCK til Dynamo Moskvu (7 milljónir DKK) Casper Højer - Frá AGF til Sparta Prag (5.25 milljónir DKK) Rasmus Nicolaisen - Frá Midtjylland til Toulouse (4 milljónir DKK) Alexander Scholz - Frá Midtjylland til Urawa Red Diamonds (3.75 milljónir DKK) Karlo Bartolec from FCK til NK Osijek (1.9 milljón DKK)
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Þurfti nýja áskorun en hafði engan áhuga á að fara til Juventus eða Man United Ísak Bergmann Jóhannesson samdi við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn rétt í þann mund er félagaskiptigluggi Evrópu lokaði. Þessi 18 ára landsliðsmaður hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu en tók á endanum þá ákvörðun að fara til Kaupmannahafnar. 3. september 2021 08:00 Segir Ísak Bergmann hafi valið rétt og að FCK muni græða: „Munu selja hann fyrir hærri upphæð en þeir greiddu“ Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti og efnilegasti leikmaður Svíþjóðar, samdi við FC Kaupmannahöfn á dögunum. Sænski miðillinn Sportbladet fór ofan í saumana á því hvernig einn eftirsóttasti leikmaður efstu deildar endaði í Danmörku. 2. september 2021 12:02 Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. 1. september 2021 12:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Þurfti nýja áskorun en hafði engan áhuga á að fara til Juventus eða Man United Ísak Bergmann Jóhannesson samdi við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn rétt í þann mund er félagaskiptigluggi Evrópu lokaði. Þessi 18 ára landsliðsmaður hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu en tók á endanum þá ákvörðun að fara til Kaupmannahafnar. 3. september 2021 08:00
Segir Ísak Bergmann hafi valið rétt og að FCK muni græða: „Munu selja hann fyrir hærri upphæð en þeir greiddu“ Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti og efnilegasti leikmaður Svíþjóðar, samdi við FC Kaupmannahöfn á dögunum. Sænski miðillinn Sportbladet fór ofan í saumana á því hvernig einn eftirsóttasti leikmaður efstu deildar endaði í Danmörku. 2. september 2021 12:02
Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. 1. september 2021 12:00