Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 06:30 Sif var einkennalaus að öllu leyti en fannst hreyfingarleysið erfiðast. Vísir/Vilhelm Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. „Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira
„Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira