Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu níu til fimmtán stig þar sem hlýjast verður fyrir austan.
„Hæg norðlæg eða breytileg átt og smá skúrir á morgun, en kólnar á Norður- og Austurlandi. Fremur hæg vestlæg átt á miðvikudag og stöku skúrir, en bjart með köflum eystra og hlýnar aftur.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálitlar skúrir. Hiti 6 til 13 stig, mildast sunnan heiða.
Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 m/s og stöku skúrir S- og V-lands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 8 til 14 stig.
Á fimmtudag og föstudag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en lítilsháttar væta við S- og V-ströndina. Milt veður.
Á laugardag: Hægir vindar og skúrir á víð og dreif, en fremur milt að deginum.
Á sunnudag: Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-lands og hlýnandi veðri.