Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 22:47 Réttarhöldin yfir R. Kelly standa nú yfir. Getty/Antonio Perez Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans. Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans.
Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58