Helmingi finnst í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. september 2021 19:00 Hefur þú farið á tvö til þrjú stefnumót í sömu vikunni, með mismunandi einstaklingum? Getty Stefnumótamarkaðurinn, ef markað skal kalla, getur verið flókinn. Hvar stöndum við í stefnumótamenningu á Íslandi? Eru þessar óskráðu reglur eitthvað að breytast? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira
Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira