Píratar vilja sterkari fjölmiðla Halldór Auðar Svansson skrifar 3. september 2021 11:30 Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun