Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2021 22:55 The Mike Show hefur borið merki Thule, Domino's og Coca-Cola. Samsett Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. „Okkur fannst þetta ekki alveg samræmast þeim gildum sem við viljum halda á lofti,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í viðræðum við þá í einhvern tíma og þetta er kannski smá uppsafnað. Það var bara margt sem kom til. Við vorum búin að eiga samræður við þá áður og svo núna upp á síðkastið eru búin að koma upp einhver mál og okkur fannst bara ekki passa okkar fyrirtæki og vörumerki að halda áfram. Það er ekkert flóknara en það,“ bætir hann við. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi.Sýn Baðst afsökunar á ummælum sínum Þáttastjórnendur hafa síðustu daga verið gagnrýndir fyrir umræðu sína um málefni KSÍ og fyrir að gera lítið úr sjónarmiðum Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem vakti máls á fjölda ásakana um kynferðisofbeldi í ágúst. „Klárum þetta á þessu svari KSÍ við einhverri konu ... ég var næstum búinn að missa eitthvað verra út úr mér, bara einhver kona með lyklaborð sem að veit ekkert um íþróttir eða ég held allavegana ekki. […] Það eru margar ritvélar þarna úti, ritvélar réttlætisins,“ sagði Hugi Halldórsson, einn þáttastjórnenda, meðal annars um svar KSÍ við greinaskrifum Hönnu Bjargar. „Það virðist bara vera orðið stærra lyklaborðið hjá sumum en það var,“ bætir Mikael Nikulásson við. „Ef við segjum það bara hreint út, það er orðið alveg hreint óþolandi að búa hérna.“ Hugi baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og segist sjá eftir þeim. lang='is' dir='ltr'>Einhver ömurlegasti afkimi eitraðrar fótboltakarlmennsku hér á landi er hlaðvarpið The Mike Show. Þar mæta Höfðinginn og Mækarinn og Bondinn (já, í alvöru) og tala um alls konar. Hér eru valin brot af þeim að drulla yfir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, í þætti frá 20. ágúst pic.twitter.com/IWftA1xsEG — Hemúllinn (@arnarsnaeberg) September 2, 2021> Augljós ákvörðun Magnús segir að nýleg umræða í The Mike Show um mál KSÍ hafi spilað þátt í þeirri ákvörðun Domino‘s að slíta á tengslin og hætta kostun þáttarins. „Það kannski bara styrkti þá ákvörðun sem lá fyrir þá þegar.“ „Við förum í samstarf með alls konar aðilum, og eins og gengur og gerist eru alls konar hlutir sagðir og við þurfum bara að meta þetta eins og hlutirnir þróast áfram. Okkur fannst þetta bara ekki passa við þann karakter sem okkar fyrirtæki er og við áttum bara ekki samleið lengur,“ segir Magnús að lokum. Í skriflegu svari frá Coca Cola European Partners Ísland segir að fyrirtækið hvorki geti né vilji ritstýra efnistökum fjölmiðlaefnis sem það tengi vörumerki sín við. „En af augljósum ástæðum, og vegna atburða síðustu daga, teljum við að þau efnistök og viðhorf sem hafa komið fram í þættinum eigi ekki samleið með okkar vörumerkjum og þeim gildum sem við stöndum fyrir sem fyrirtæki,“ segir í svarinu en auk Coke framleiðir fyrirtækið Thule sem var einn kostenda þáttarins. Í samtali við Vísi segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi, að þessi ákvörðun hafi verið tekin í dag. Umræða þáttastjórnenda um mál landsliðsmanna hafi haft áhrif þar á. Ætlar að byrja á sjálfum sér Hugi segir í færslu á Twitter í dag að hann hafi alist upp í „eitruðum karlmennskuheim fótboltans“ allt sitt líf og samofist menningunni sem þar ríki án þess að átta sig á því. Hann bætir við að umræða síðustu daga hafi opnað augu sín fyrir því „hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er.“ Þá segir hann að skaðleg viðhorf innan fótboltans þurfi að breytast. Hann standi alltaf með þolendum og fordæmi hvers konar ofbeldi. „Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér.“ pic.twitter.com/GFuzOO4B7A— Hugi Halldórsson (@hugihall) September 2, 2021 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
„Okkur fannst þetta ekki alveg samræmast þeim gildum sem við viljum halda á lofti,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í viðræðum við þá í einhvern tíma og þetta er kannski smá uppsafnað. Það var bara margt sem kom til. Við vorum búin að eiga samræður við þá áður og svo núna upp á síðkastið eru búin að koma upp einhver mál og okkur fannst bara ekki passa okkar fyrirtæki og vörumerki að halda áfram. Það er ekkert flóknara en það,“ bætir hann við. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi.Sýn Baðst afsökunar á ummælum sínum Þáttastjórnendur hafa síðustu daga verið gagnrýndir fyrir umræðu sína um málefni KSÍ og fyrir að gera lítið úr sjónarmiðum Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem vakti máls á fjölda ásakana um kynferðisofbeldi í ágúst. „Klárum þetta á þessu svari KSÍ við einhverri konu ... ég var næstum búinn að missa eitthvað verra út úr mér, bara einhver kona með lyklaborð sem að veit ekkert um íþróttir eða ég held allavegana ekki. […] Það eru margar ritvélar þarna úti, ritvélar réttlætisins,“ sagði Hugi Halldórsson, einn þáttastjórnenda, meðal annars um svar KSÍ við greinaskrifum Hönnu Bjargar. „Það virðist bara vera orðið stærra lyklaborðið hjá sumum en það var,“ bætir Mikael Nikulásson við. „Ef við segjum það bara hreint út, það er orðið alveg hreint óþolandi að búa hérna.“ Hugi baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og segist sjá eftir þeim. lang='is' dir='ltr'>Einhver ömurlegasti afkimi eitraðrar fótboltakarlmennsku hér á landi er hlaðvarpið The Mike Show. Þar mæta Höfðinginn og Mækarinn og Bondinn (já, í alvöru) og tala um alls konar. Hér eru valin brot af þeim að drulla yfir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, í þætti frá 20. ágúst pic.twitter.com/IWftA1xsEG — Hemúllinn (@arnarsnaeberg) September 2, 2021> Augljós ákvörðun Magnús segir að nýleg umræða í The Mike Show um mál KSÍ hafi spilað þátt í þeirri ákvörðun Domino‘s að slíta á tengslin og hætta kostun þáttarins. „Það kannski bara styrkti þá ákvörðun sem lá fyrir þá þegar.“ „Við förum í samstarf með alls konar aðilum, og eins og gengur og gerist eru alls konar hlutir sagðir og við þurfum bara að meta þetta eins og hlutirnir þróast áfram. Okkur fannst þetta bara ekki passa við þann karakter sem okkar fyrirtæki er og við áttum bara ekki samleið lengur,“ segir Magnús að lokum. Í skriflegu svari frá Coca Cola European Partners Ísland segir að fyrirtækið hvorki geti né vilji ritstýra efnistökum fjölmiðlaefnis sem það tengi vörumerki sín við. „En af augljósum ástæðum, og vegna atburða síðustu daga, teljum við að þau efnistök og viðhorf sem hafa komið fram í þættinum eigi ekki samleið með okkar vörumerkjum og þeim gildum sem við stöndum fyrir sem fyrirtæki,“ segir í svarinu en auk Coke framleiðir fyrirtækið Thule sem var einn kostenda þáttarins. Í samtali við Vísi segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi, að þessi ákvörðun hafi verið tekin í dag. Umræða þáttastjórnenda um mál landsliðsmanna hafi haft áhrif þar á. Ætlar að byrja á sjálfum sér Hugi segir í færslu á Twitter í dag að hann hafi alist upp í „eitruðum karlmennskuheim fótboltans“ allt sitt líf og samofist menningunni sem þar ríki án þess að átta sig á því. Hann bætir við að umræða síðustu daga hafi opnað augu sín fyrir því „hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er.“ Þá segir hann að skaðleg viðhorf innan fótboltans þurfi að breytast. Hann standi alltaf með þolendum og fordæmi hvers konar ofbeldi. „Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér.“ pic.twitter.com/GFuzOO4B7A— Hugi Halldórsson (@hugihall) September 2, 2021
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira