Iceland Airwaves frestað til ársins 2022 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 10:00 Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022. Vísir Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira