Bras, brandari eða björt framtíð í Barcelona? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 23:30 Börsungar fagna marki í sigri á Getafe á leiktíðinni. David Ramos/Getty Images Skipti Frakkans Antoine Griezmann til fyrra félags síns Atlético Madrid frá Barcelona sýnir fram slæmt ástand síðarnefnda félagsins. Lokadagur félagsskiptagluggans í gær einkenndist af ringulreið og neyðarútsölu hjá félaginu. Stjórnarmenn Barcelona voru stórkallalegir þegar félagið gekk frá risastórum 120 milljón punda kaupum á Antoine Griezmann sumarið 2019. Griezmann hafði árið áður verið stór hluti af heimsmeistaraliði Frakka og var lykilmaður hjá Atlético sem jafnan keppti við Barcelona og granna sína Real Madrid um titilinn. Barcelona voru ríkjandi meistarar og virtust þarna ætla að treysta stöðu sína sem besta lið landsins. Griezmann skildi mynda framlínu með Luis Suárez og Lionel Messi og svo gott var liðið talið að ekki einu sinni var þörf á dýrasta leikmanni í sögu félagsins, Philippe Coutinho, sem hafði verið keyptur á 140 milljónir í janúar árið áður, og var hann lánaður til Bayern Munchen. Griezmann skoraði hins vegar aðeins 15 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og var hann hluti af Barcelona-liði sem varð í öðru sæti í deildinni og tapaði 8-2 fyrir Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Coutinho í þeim leik gegn Börsungum og vann Meistaradeildina með Bayern. Ljóst var að breytinga væri þörf eftir niðurlæginguna en Griezmann þótti þó ekki vera vandamálið í framlínunni heldur var það Úrúgvæinn Luis Suárez sem þótti vera orðinn of gamall. Hans krafta var ekki óskað og fór hann frítt frá félaginu, til Atlético Madrid. Annað tímabilið í röð mistókst Barcelona að vinna titilinn og til að strá salti í sárin var Luis Suárez lykilmaður í titilliði Atlético. Ljóst var að allt væri í bál og brand hjá Barcelona og var Josep Bartomeu, forseta félagsins, vikið úr starfi með skömm. Barcelona eyddi óheyrilegum fjárhæðum í leikmenn sem hafa litlu skilað í hans forsetatíð og launakostnaður fór upp úr öllu valdi. Hvernig má það vera að eitt verðmætasta íþróttavörumerki heims komi verr út úr kórónuveirufaraldrinum en öll önnur lið? Barcelona's top three most expensive signings Philippe Coutinho - 160m Ousmane Dembele - 147m Antoine Griezmann - 120m pic.twitter.com/Tqz8y3Y607— Goal (@goal) September 1, 2021 Joan Laporta, sem tók við forsetatitlinum, hefur ítrekað sagt allt það sem er að hjá Barcelona vera Bartomeu að kenna. Hann hefur hins vegar brotið hvert loforðið á fætur öðru frá því að hann tók við. Hann hefur ítrekað sagt að félagið myndi standa af sér storminn og að það versta væri að baki, sem virðist þó hafa verið einhverskonar afneitun. Stærsta loforðið var að halda Lionel Messi hjá félaginu. Í ljós kom hins vegar að jafnvel þótt Messi myndi helminga laun sín, sem er stærsta launalækkun sem leyfileg er samkvæmt spænskum lögum, væri ekki hægt að halda félaginu á floti með þeim hætti. Messi fór því frítt til PSG í sumar. Laporta náði naumlega að skrá nýja leikmenn á við Memphis Depay og Sergio Aguero í leikmannahóp liðsins fyrir komandi leiktíð, sem var aðeins hægt með velvild lykilmanna sem tóku á sig launalækkun. Það dugði þó ekki til líkt og lokadagur gluggans sýndi í gær. Barcelona selling Griezmann back to Atletico for 40 million, two years after paying 120 million to sign him - a transfer fee funded by taking out a short-term 35 million bank loan and mortgaging 85 million of future income. An era-defining shambles— Liam Twomey (@liam_twomey) August 31, 2021 Loks virðist forsetinn þar hafa séð í gegnum afneitunina. Emerson, sem átti að verða lykilmaður í hægri bakverðinum, var seldur á 25 milljónir evra til Tottenham eftir að hafa verið keyptur frá Real Betis fyrr í sumar. Vonarstjarnan Ilaix Moriba leist þá ekkert á blikuna og þrýsti í gegn skipti til RB Leipzig en 16 milljónirnar sem fengust fyrir hann dugðu heldur ekki til. Griezmann var enn á launaskrá og var ekki á meðal þeirra sem vildu taka á sig launalækkun. Eftir tvö ár hjá Börsungum, þar sem hann vann alls einn spænskan bikartitil, er hann farinn aftur til Atlético á láni og hefur Madrídarfélagið möguleika á því, ef þeir vilja, að kaupa hann frá Börsungum á 40 milljónir evra næsta sumar - þriðjung af því sem Barcelona borgaði fyrir hann árið 2019. Einhvern þurfti að fá í staðinn og fékk Barcelona Hollendinginn Luuk de Jong á láni frá Sevilla. Sá þótti ekki nógu góður fyrir lið Newcastle, miðlungslið á Englandi, þar sem hann skoraði ekki mark í 14 deildarleikjum fyrir sjö árum síðan. Stólpagrín hefur verið gert af því að hann muni vera í framlínu félagsins ásamt Martin Braithwaite, fyrrum framherja Middlesbrough, á meðan Lionel Messi og Antoine Griezmann eru horfnir á braut. There will be lots of players and agents looking at Barcelona's treatment of Ilaix Moriba (also let down by agents), Emerson Royal ("he'll stay here for many years" - sold next month) & Matheus Fernandes (forced cancellation of contract) and thinking - steer well clear of them.— Colin Millar (@Millar_Colin) August 31, 2021 Er þó von? Börsungar eru þó, þrátt fyrir allt, með sjö stig eftir þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni og deila toppsætinu með fimm öðrum liðum. 150 milljónir árlega í launagreiðslur voru losaðar með fráhvarfi Messi og Griezmann og hægt er að taka fyrstu skrefin í átt að því að rétta kútinn af. Ljóst er að stjórans Ronald Koeman bíður erfitt verkefni en Memphis Depay hefur farið vel af stað í rauðbláu treyjunni og þá eru miklar vonir bundnar við ungstirnin Pedri og Ansu Fati, sem misstu af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla. Marc-André ter Stegen er talinn vera á meðal betri markvarða heims og þrátt fyrir að menn á við Ousmané Dembélé, Coutinho og Miralem Pjanic teljist til floppa kunna þeir enn að sparka í bolta, rétt eins og Frenkie De Jong. Eric Garcia kemur þá inn í vörnina eftir skipti frá Manchester City og liðið á Sergio Aguero inni. Hvort að aldurinn sé farinn að klukka Gerard Piqué, Sergio Busquets og Jordi Alba fullhressilega verður þá að koma í ljós þegar líður á veturinn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn segir skuldir Barcelona 1,35 milljarða evra: „Þeir eyddu Neymar-peningunum á ljóshraða“ Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann segir skuldastöðu félagsins vera afleita eftir óstjórn fyrri forseta Josep Bartomeu og sakar forvera sinn um lygar. 16. ágúst 2021 23:30 Memphis loksins skráður í Barcelona Barcelona hefur tekist að skrá nýja leikmenn félagsins í hóp liðsins fyrir fyrstu umferð spænsku deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 14. ágúst 2021 12:01 Iniesta: Verður sárt að sjá Messi í annarri treyju Andrés Iniesta, leikmaður Vissel Kobe í Japan og goðsögn hjá spænska stórveldinu Barcelona, segir synd og skömm að Lionel Messi hafi yfirgefið Katalóníurisann. 11. ágúst 2021 23:00 Bauluðu á sinn eigin leikmann af því að þeir kenna honum um brottför Messi Barcelona er búið að vinna fyrsta titilinn án Lionel Messi en einn af þeim sem vann hann lét ekki sjá sig í verðlaunaafhendinguna. 10. ágúst 2021 08:31 „Barça verður aldrei samt án þín“ Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar. 8. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Stjórnarmenn Barcelona voru stórkallalegir þegar félagið gekk frá risastórum 120 milljón punda kaupum á Antoine Griezmann sumarið 2019. Griezmann hafði árið áður verið stór hluti af heimsmeistaraliði Frakka og var lykilmaður hjá Atlético sem jafnan keppti við Barcelona og granna sína Real Madrid um titilinn. Barcelona voru ríkjandi meistarar og virtust þarna ætla að treysta stöðu sína sem besta lið landsins. Griezmann skildi mynda framlínu með Luis Suárez og Lionel Messi og svo gott var liðið talið að ekki einu sinni var þörf á dýrasta leikmanni í sögu félagsins, Philippe Coutinho, sem hafði verið keyptur á 140 milljónir í janúar árið áður, og var hann lánaður til Bayern Munchen. Griezmann skoraði hins vegar aðeins 15 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og var hann hluti af Barcelona-liði sem varð í öðru sæti í deildinni og tapaði 8-2 fyrir Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Coutinho í þeim leik gegn Börsungum og vann Meistaradeildina með Bayern. Ljóst var að breytinga væri þörf eftir niðurlæginguna en Griezmann þótti þó ekki vera vandamálið í framlínunni heldur var það Úrúgvæinn Luis Suárez sem þótti vera orðinn of gamall. Hans krafta var ekki óskað og fór hann frítt frá félaginu, til Atlético Madrid. Annað tímabilið í röð mistókst Barcelona að vinna titilinn og til að strá salti í sárin var Luis Suárez lykilmaður í titilliði Atlético. Ljóst var að allt væri í bál og brand hjá Barcelona og var Josep Bartomeu, forseta félagsins, vikið úr starfi með skömm. Barcelona eyddi óheyrilegum fjárhæðum í leikmenn sem hafa litlu skilað í hans forsetatíð og launakostnaður fór upp úr öllu valdi. Hvernig má það vera að eitt verðmætasta íþróttavörumerki heims komi verr út úr kórónuveirufaraldrinum en öll önnur lið? Barcelona's top three most expensive signings Philippe Coutinho - 160m Ousmane Dembele - 147m Antoine Griezmann - 120m pic.twitter.com/Tqz8y3Y607— Goal (@goal) September 1, 2021 Joan Laporta, sem tók við forsetatitlinum, hefur ítrekað sagt allt það sem er að hjá Barcelona vera Bartomeu að kenna. Hann hefur hins vegar brotið hvert loforðið á fætur öðru frá því að hann tók við. Hann hefur ítrekað sagt að félagið myndi standa af sér storminn og að það versta væri að baki, sem virðist þó hafa verið einhverskonar afneitun. Stærsta loforðið var að halda Lionel Messi hjá félaginu. Í ljós kom hins vegar að jafnvel þótt Messi myndi helminga laun sín, sem er stærsta launalækkun sem leyfileg er samkvæmt spænskum lögum, væri ekki hægt að halda félaginu á floti með þeim hætti. Messi fór því frítt til PSG í sumar. Laporta náði naumlega að skrá nýja leikmenn á við Memphis Depay og Sergio Aguero í leikmannahóp liðsins fyrir komandi leiktíð, sem var aðeins hægt með velvild lykilmanna sem tóku á sig launalækkun. Það dugði þó ekki til líkt og lokadagur gluggans sýndi í gær. Barcelona selling Griezmann back to Atletico for 40 million, two years after paying 120 million to sign him - a transfer fee funded by taking out a short-term 35 million bank loan and mortgaging 85 million of future income. An era-defining shambles— Liam Twomey (@liam_twomey) August 31, 2021 Loks virðist forsetinn þar hafa séð í gegnum afneitunina. Emerson, sem átti að verða lykilmaður í hægri bakverðinum, var seldur á 25 milljónir evra til Tottenham eftir að hafa verið keyptur frá Real Betis fyrr í sumar. Vonarstjarnan Ilaix Moriba leist þá ekkert á blikuna og þrýsti í gegn skipti til RB Leipzig en 16 milljónirnar sem fengust fyrir hann dugðu heldur ekki til. Griezmann var enn á launaskrá og var ekki á meðal þeirra sem vildu taka á sig launalækkun. Eftir tvö ár hjá Börsungum, þar sem hann vann alls einn spænskan bikartitil, er hann farinn aftur til Atlético á láni og hefur Madrídarfélagið möguleika á því, ef þeir vilja, að kaupa hann frá Börsungum á 40 milljónir evra næsta sumar - þriðjung af því sem Barcelona borgaði fyrir hann árið 2019. Einhvern þurfti að fá í staðinn og fékk Barcelona Hollendinginn Luuk de Jong á láni frá Sevilla. Sá þótti ekki nógu góður fyrir lið Newcastle, miðlungslið á Englandi, þar sem hann skoraði ekki mark í 14 deildarleikjum fyrir sjö árum síðan. Stólpagrín hefur verið gert af því að hann muni vera í framlínu félagsins ásamt Martin Braithwaite, fyrrum framherja Middlesbrough, á meðan Lionel Messi og Antoine Griezmann eru horfnir á braut. There will be lots of players and agents looking at Barcelona's treatment of Ilaix Moriba (also let down by agents), Emerson Royal ("he'll stay here for many years" - sold next month) & Matheus Fernandes (forced cancellation of contract) and thinking - steer well clear of them.— Colin Millar (@Millar_Colin) August 31, 2021 Er þó von? Börsungar eru þó, þrátt fyrir allt, með sjö stig eftir þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni og deila toppsætinu með fimm öðrum liðum. 150 milljónir árlega í launagreiðslur voru losaðar með fráhvarfi Messi og Griezmann og hægt er að taka fyrstu skrefin í átt að því að rétta kútinn af. Ljóst er að stjórans Ronald Koeman bíður erfitt verkefni en Memphis Depay hefur farið vel af stað í rauðbláu treyjunni og þá eru miklar vonir bundnar við ungstirnin Pedri og Ansu Fati, sem misstu af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla. Marc-André ter Stegen er talinn vera á meðal betri markvarða heims og þrátt fyrir að menn á við Ousmané Dembélé, Coutinho og Miralem Pjanic teljist til floppa kunna þeir enn að sparka í bolta, rétt eins og Frenkie De Jong. Eric Garcia kemur þá inn í vörnina eftir skipti frá Manchester City og liðið á Sergio Aguero inni. Hvort að aldurinn sé farinn að klukka Gerard Piqué, Sergio Busquets og Jordi Alba fullhressilega verður þá að koma í ljós þegar líður á veturinn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn segir skuldir Barcelona 1,35 milljarða evra: „Þeir eyddu Neymar-peningunum á ljóshraða“ Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann segir skuldastöðu félagsins vera afleita eftir óstjórn fyrri forseta Josep Bartomeu og sakar forvera sinn um lygar. 16. ágúst 2021 23:30 Memphis loksins skráður í Barcelona Barcelona hefur tekist að skrá nýja leikmenn félagsins í hóp liðsins fyrir fyrstu umferð spænsku deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 14. ágúst 2021 12:01 Iniesta: Verður sárt að sjá Messi í annarri treyju Andrés Iniesta, leikmaður Vissel Kobe í Japan og goðsögn hjá spænska stórveldinu Barcelona, segir synd og skömm að Lionel Messi hafi yfirgefið Katalóníurisann. 11. ágúst 2021 23:00 Bauluðu á sinn eigin leikmann af því að þeir kenna honum um brottför Messi Barcelona er búið að vinna fyrsta titilinn án Lionel Messi en einn af þeim sem vann hann lét ekki sjá sig í verðlaunaafhendinguna. 10. ágúst 2021 08:31 „Barça verður aldrei samt án þín“ Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar. 8. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Forsetinn segir skuldir Barcelona 1,35 milljarða evra: „Þeir eyddu Neymar-peningunum á ljóshraða“ Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann segir skuldastöðu félagsins vera afleita eftir óstjórn fyrri forseta Josep Bartomeu og sakar forvera sinn um lygar. 16. ágúst 2021 23:30
Memphis loksins skráður í Barcelona Barcelona hefur tekist að skrá nýja leikmenn félagsins í hóp liðsins fyrir fyrstu umferð spænsku deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 14. ágúst 2021 12:01
Iniesta: Verður sárt að sjá Messi í annarri treyju Andrés Iniesta, leikmaður Vissel Kobe í Japan og goðsögn hjá spænska stórveldinu Barcelona, segir synd og skömm að Lionel Messi hafi yfirgefið Katalóníurisann. 11. ágúst 2021 23:00
Bauluðu á sinn eigin leikmann af því að þeir kenna honum um brottför Messi Barcelona er búið að vinna fyrsta titilinn án Lionel Messi en einn af þeim sem vann hann lét ekki sjá sig í verðlaunaafhendinguna. 10. ágúst 2021 08:31
„Barça verður aldrei samt án þín“ Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar. 8. ágúst 2021 14:31