Håland enn í áformum Man United þrátt fyrir komu Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 14:01 Manchester United vill fá Erling Braut Håland í sínar raðir næsta sumar. Alex Gottschalk/Getty Images Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United hefur ekki breytt áformum félagsins varðandi kaup á Erling Braut Håland sumarið 2022. Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02