Arsenal eyddi mest allra liða í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 10:30 Martin Ødegaard er einn þeirra sem Arsenal keypti í sumar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Arsenal, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, eyddi mest allra liða deildarinnar í sumar. Liðið fjárfesti í sex leikmönnum fyrir samtals 156.8 milljónir punda. Þar á eftir koma Manchester-liðin tvö, United og City. Félagaskiptaglugginn víðast hvar í Evrópu lokaði á miðnætti, aðfaranótt miðvikudags, og geta lið ensku úrvalsdeildarinnar ekki keypt né selt leikmenn fyrr en í janúar. Þegar tekið var saman hvaða lið eyddi mest af þeim 20 liðum sem eru í ensku úrvalsdeildinni kom í ljós að Arsenal var hvað duglegast á leikmannamarkaðinum í sumar. Arsenal keypti Ben White, Martin Ødegaard, Aaron Ramsdale, Takehiro Tomiyasu, Albert Sambi Lokonga og Nuno Tavares á 156.8 milljónir punda. Dýrastur var miðvörðurinn Ben White en Arsenal greiddi Brighton & Hove Albion 50 milljónir punda til þess að fá hann í sínar raðir. Arsenal sem situr sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar með núll stig að loknum þremur leikjum og markatöluna 0-9. Premier League's biggest spenders this summer £156.8M - Arsenal £133.7M - Manchester United £100M - Manchester City £97.5M - Chelsea pic.twitter.com/pysR2lDAof— Football Daily (@footballdaily) September 1, 2021 Hér að ofan má sjá hvaða félög efstu deildar á Englandi eyddu í leikmenn. Um er að ræða mögulega heildarupphæðir, árangurstengdar greiðslur eru því inn í tölunum. Manchester United eyddi 133.7 milljónum punda í þá Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho, Raphael Varane og Tom Heaton. Nágrannar þeirra í City eyddu 100 milljónum í Jack Grealish. Chelsea eyddi 97.5 milljónum punda í Romelu Lukaku, Saúl Ñíguez (á láni) og Marcus Bettinelli. Þar á eftir koma Aston Villa (93 milljónir), og West Ham United (63.3 milljónir). Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00 Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Artetas og sögðu honum til syndanna Eftir tap Arsenal fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær umkringdu reiðir stuðningsmenn liðsins bíl knattspyrnustjórans Mikels Arteta. 23. ágúst 2021 12:01 Ramsdale genginn í raðir Arsenal Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor. 20. ágúst 2021 18:01 Ödegaard staðfestur og fær áttuna hjá Arsenal Arsenal staðfesti það í morgun að félagið hafði keypt Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid. 20. ágúst 2021 07:47 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Félagaskiptaglugginn víðast hvar í Evrópu lokaði á miðnætti, aðfaranótt miðvikudags, og geta lið ensku úrvalsdeildarinnar ekki keypt né selt leikmenn fyrr en í janúar. Þegar tekið var saman hvaða lið eyddi mest af þeim 20 liðum sem eru í ensku úrvalsdeildinni kom í ljós að Arsenal var hvað duglegast á leikmannamarkaðinum í sumar. Arsenal keypti Ben White, Martin Ødegaard, Aaron Ramsdale, Takehiro Tomiyasu, Albert Sambi Lokonga og Nuno Tavares á 156.8 milljónir punda. Dýrastur var miðvörðurinn Ben White en Arsenal greiddi Brighton & Hove Albion 50 milljónir punda til þess að fá hann í sínar raðir. Arsenal sem situr sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar með núll stig að loknum þremur leikjum og markatöluna 0-9. Premier League's biggest spenders this summer £156.8M - Arsenal £133.7M - Manchester United £100M - Manchester City £97.5M - Chelsea pic.twitter.com/pysR2lDAof— Football Daily (@footballdaily) September 1, 2021 Hér að ofan má sjá hvaða félög efstu deildar á Englandi eyddu í leikmenn. Um er að ræða mögulega heildarupphæðir, árangurstengdar greiðslur eru því inn í tölunum. Manchester United eyddi 133.7 milljónum punda í þá Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho, Raphael Varane og Tom Heaton. Nágrannar þeirra í City eyddu 100 milljónum í Jack Grealish. Chelsea eyddi 97.5 milljónum punda í Romelu Lukaku, Saúl Ñíguez (á láni) og Marcus Bettinelli. Þar á eftir koma Aston Villa (93 milljónir), og West Ham United (63.3 milljónir).
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00 Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Artetas og sögðu honum til syndanna Eftir tap Arsenal fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær umkringdu reiðir stuðningsmenn liðsins bíl knattspyrnustjórans Mikels Arteta. 23. ágúst 2021 12:01 Ramsdale genginn í raðir Arsenal Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor. 20. ágúst 2021 18:01 Ödegaard staðfestur og fær áttuna hjá Arsenal Arsenal staðfesti það í morgun að félagið hafði keypt Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid. 20. ágúst 2021 07:47 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00
Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Artetas og sögðu honum til syndanna Eftir tap Arsenal fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær umkringdu reiðir stuðningsmenn liðsins bíl knattspyrnustjórans Mikels Arteta. 23. ágúst 2021 12:01
Ramsdale genginn í raðir Arsenal Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor. 20. ágúst 2021 18:01
Ödegaard staðfestur og fær áttuna hjá Arsenal Arsenal staðfesti það í morgun að félagið hafði keypt Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid. 20. ágúst 2021 07:47