Ísak Bergmann spenntur fyrir komunni til Kaupmannahafnar: „Forza FCK“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:02 Ísak Bergmann á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar danska stórliðið FC Kaupmannahöfn tilkynnti að Ísak Bergmann Jóhannesson hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira