Ísak Bergmann spenntur fyrir komunni til Kaupmannahafnar: „Forza FCK“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:02 Ísak Bergmann á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar danska stórliðið FC Kaupmannahöfn tilkynnti að Ísak Bergmann Jóhannesson hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira