Ísak Bergmann spenntur fyrir komunni til Kaupmannahafnar: „Forza FCK“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:02 Ísak Bergmann á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar danska stórliðið FC Kaupmannahöfn tilkynnti að Ísak Bergmann Jóhannesson hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira