Ganga óbundin til kosninga en myndu skoða áframhaldandi samstarf fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 22:31 Formennirnir þrír virðast sammála um að skoða möguleikann á áframhaldandi samstarfi, falli atkvæði á þann veg að ríkisstjórnin haldi velli. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum. Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira