Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:10 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Samsett Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“ Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“
Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira