Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir fer fyrir nýstofnuðum starfshóp KSÍ sem á að halda utan um jafnréttismál hjá sambandinu. vísir/egill/vilhelm Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52