Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson á góðri stundu. Zak Hussein/Getty Images Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Það var svo sem allt klappað og klárt varðandi vistaskipti þann 27. ágúst er það var tilkynnt að hinn 36 ára gamli Ronaldo væri að ganga í raðir Manchester United á nýjan leik. Það átti hins vegar eftir að krota undir pappíra og standast læknisskoðun. @Cristiano is back!#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2021 Ronaldo flaug eðlilega í gegnum hana og var ekki lengi að skrifa undir samning sem gerir hann að best launaða leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann gaf svo út yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór yfir hversu heitt hann elskar Manchester United og að vistaskiptin séu fyrir Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara hans hjá félaginu. „Allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska Manchester United. Ár mín hjá félaginu voru hreint út sagt stórkostleg og það sem við áorkuðum saman er skrifað með gullstöfum í sögu þessa frábæra félags.“ „Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem búa mér í brjósti núna er endurkoma mín á Old Trafford er tilkynnt um allan heim. Það er líkt og draumur sé að rætast. Í öll þau skipti sem ég hef snúið aftur á Old Trafford sem mótherji félagsins hef ég samt sem áður fundið mikla ást og virðingu frá fólkinu í stúkunni. Þetta er 100 prósent það efni sem draumar eru gerðir úr.“ „Fyrsti deildarbikarinn minn, fyrsti FA bikarinn, fyrsta skiptið sem ég var valinn í portúgalska landsliðið, fyrsti Meistaradeildartitillinn, fyrsti gullskórinn og fyrstu Ballon d´Or verðlaunin komu öll þökk sé sérstakri tengingu minnar við Rauðu Djöflana. Sagan hefur verið skrifuð í gegnum árin og sagan verður nú skrifuð á nýjan leik, ég lofa ykkur því!“ „Ég er hér! Ég er kominn aftur þangað sem ég á heima! Gerum þetta allt einu sinni enn!“ „PS. Sir Alex, þessi er fyrir þig …“ sagði Ronaldo að endingu í Instagram-færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Títtnefndur Sir Alex hringdi í Ronaldo þegar hann heyrði að Manchester City væru að íhuga að bjóða Portúgalanum samning. Eftir það símtal var aldrei spurning hvað væri að fara gerast og nú er ljóst að Ronaldo mun klæðast rauðu treyjunni á ný. Fótbolti Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45 Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02 Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Það var svo sem allt klappað og klárt varðandi vistaskipti þann 27. ágúst er það var tilkynnt að hinn 36 ára gamli Ronaldo væri að ganga í raðir Manchester United á nýjan leik. Það átti hins vegar eftir að krota undir pappíra og standast læknisskoðun. @Cristiano is back!#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2021 Ronaldo flaug eðlilega í gegnum hana og var ekki lengi að skrifa undir samning sem gerir hann að best launaða leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann gaf svo út yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór yfir hversu heitt hann elskar Manchester United og að vistaskiptin séu fyrir Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara hans hjá félaginu. „Allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska Manchester United. Ár mín hjá félaginu voru hreint út sagt stórkostleg og það sem við áorkuðum saman er skrifað með gullstöfum í sögu þessa frábæra félags.“ „Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem búa mér í brjósti núna er endurkoma mín á Old Trafford er tilkynnt um allan heim. Það er líkt og draumur sé að rætast. Í öll þau skipti sem ég hef snúið aftur á Old Trafford sem mótherji félagsins hef ég samt sem áður fundið mikla ást og virðingu frá fólkinu í stúkunni. Þetta er 100 prósent það efni sem draumar eru gerðir úr.“ „Fyrsti deildarbikarinn minn, fyrsti FA bikarinn, fyrsta skiptið sem ég var valinn í portúgalska landsliðið, fyrsti Meistaradeildartitillinn, fyrsti gullskórinn og fyrstu Ballon d´Or verðlaunin komu öll þökk sé sérstakri tengingu minnar við Rauðu Djöflana. Sagan hefur verið skrifuð í gegnum árin og sagan verður nú skrifuð á nýjan leik, ég lofa ykkur því!“ „Ég er hér! Ég er kominn aftur þangað sem ég á heima! Gerum þetta allt einu sinni enn!“ „PS. Sir Alex, þessi er fyrir þig …“ sagði Ronaldo að endingu í Instagram-færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Títtnefndur Sir Alex hringdi í Ronaldo þegar hann heyrði að Manchester City væru að íhuga að bjóða Portúgalanum samning. Eftir það símtal var aldrei spurning hvað væri að fara gerast og nú er ljóst að Ronaldo mun klæðast rauðu treyjunni á ný.
Fótbolti Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45 Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02 Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45
Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02
Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01