Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 10:26 Stjórnsýsla Norðurþings er staðsett á Húsavík. Vísir/Vilhelm Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018. Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum. Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum.
Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira