Heimsmyndin mín Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari.
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar