Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 07:51 Heilbrigðiskerfið í Oregon er komið að þolmörkum. AP/KDRV/Mike Zacchino Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. Um er að ræða Josephine-sýslu, þar sem útfararstofurnar fimm og líkbrennslurnar þrjár anna ekki eftirspurn, og Tillamook-sýslu, þar sem aðeins ein útfararstofa er starfrækt. Spítalar í Oregon ná almennt varla að anna þeim sjúklingum sem þarfnast aðhlynningar sökum Covid-19 en fleiri liggja nú inni en nokkru sinni áður í faraldrinum. Delta fer eins og eldur í sinu og víða er aðeins um helmingur íbúa fullbólusettur. Yfirvöld í Tillamook-sýslu sögðu í yfirlýsingu að fleiri hefðu greinst með Covid-19 á síðustu tveimur vikum en á undanförnum tíu mánuðum. Um það bil 26 þúsund manns búa í sýslunni, þar sem sex hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu sex dögum. Tilfellum í Oregon hefur fjölgað um samtals 33 prósent síðustu tvær vikur og dauðsföllum um 48 prósent. Þá hefur innlögnum fjölgað um 126 prósent. Flestir þeirra sem leggjast inn eru óbólusettir. Grímuskylda hefur aftur verið komið á og valkvæðum aðgerðum verið frestað. Sérfræðingar segja það þó ekki munu duga til og að fleiri þurfi að láta bólusetja sig. Um sé að ræða kapphlaup við tímann, ekki síst hvað varðar möguleikan á frekari stökkbreytingu SARS-CoV-2. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Um er að ræða Josephine-sýslu, þar sem útfararstofurnar fimm og líkbrennslurnar þrjár anna ekki eftirspurn, og Tillamook-sýslu, þar sem aðeins ein útfararstofa er starfrækt. Spítalar í Oregon ná almennt varla að anna þeim sjúklingum sem þarfnast aðhlynningar sökum Covid-19 en fleiri liggja nú inni en nokkru sinni áður í faraldrinum. Delta fer eins og eldur í sinu og víða er aðeins um helmingur íbúa fullbólusettur. Yfirvöld í Tillamook-sýslu sögðu í yfirlýsingu að fleiri hefðu greinst með Covid-19 á síðustu tveimur vikum en á undanförnum tíu mánuðum. Um það bil 26 þúsund manns búa í sýslunni, þar sem sex hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu sex dögum. Tilfellum í Oregon hefur fjölgað um samtals 33 prósent síðustu tvær vikur og dauðsföllum um 48 prósent. Þá hefur innlögnum fjölgað um 126 prósent. Flestir þeirra sem leggjast inn eru óbólusettir. Grímuskylda hefur aftur verið komið á og valkvæðum aðgerðum verið frestað. Sérfræðingar segja það þó ekki munu duga til og að fleiri þurfi að láta bólusetja sig. Um sé að ræða kapphlaup við tímann, ekki síst hvað varðar möguleikan á frekari stökkbreytingu SARS-CoV-2.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira