Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 16:35 Frá mótmælum sem fóru fram í kjölfar dauða stúlkunnar í byrjun mánaðarins. EPA/RAJAT GUPTA Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira