Námsmenn sækja sífellt meira í rafbækur Heimkaup 30. ágúst 2021 16:01 Thelma Björk Wilson framkvæmdastjóri þjónustu - og notendaupplifunar hjá Heimkaupum. Allt að 60% ódýrara fyrir námsmenn að nýta sér rafbóksölu eða leigu. Framboð náms-rafbóka eykst í takt við vaxandi eftirspurn. Allt að 60% ódýrara fyrir námsmenn að nýta sér rafbóksölu eða leigu. Mikill áhugi fyrir þessum kosti Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu - og notendaupplifunar hjá Heimkaupum segir rafbækurnar sífellt sækja í sig veðrið meðal íslenskra námsmanna, sér í lagi á háskólastigi. Heimkaup hefur lagt mikið kapp á að mæta vaxandi eftirspurn og tók upp sölu á rafbókum árið 2016. Nú er framboð titla komið yfir 7000 og hægt að fá rafbækurnar bæði keyptar og í leigu. „Við finnum fyrir miklum áhuga á rafbókunum hjá okkur, enda talsvert hagstæðara fyrir námsmenn að kaupa bók eða leigja hana með þessum hætti. Með því að nýta sér þessa lausn geta námsmenn sparað sér á bilinu 20-60% í útgjöldum yfir hverja önn. Það vegur sannarlega þungt, auk þess sem það er ólíkt hentugra að vera með námsbækurnar á einum stað, í svokallaðri bókahillu, í tölvunni eða snjallsímanum og geta þannig opnað þær hvar og hvenær sem er.” Thelma bendir á að rafbækurnar séu engir eftirbátar hefðbundinna skólabóka, hægt sé að glósa og strika yfir það sem þyki áhugavert og deila svo glósum með einföldum hætti. Að auki geri rafbókin lesanda kleift að slá inn leitarorð og einnig er valkostur þess sem notar, að fá bókina í formi hljóðbókar í gegnum þar til gert app sem fylgi með kaupunum. Þá sé rafbókarvæðingin til þess fallin að mæta æ háværari kröfum samtímans um sveigjanleika, en „bókasafnið” fylgi eigandanum hvert sem er, í tölvunni eða símanum. Þetta séu þægindi sem erfitt sé að horfa fram hjá í fari rafbókarinnar og því óhætt að fullyrða að rafbókin sé komin til að vera. „Kostir rafbókanna eru ótvíræðir og þetta er sannarlega framtíðin. Stóru erlendu forlögin hafa bent á að með tíð og tíma verði sumar bækur eingöngu gefnar út rafrænt, með það fyrir augum að auðvelda lagerhald og stemma stigu við prentkostnað, svo ég tel okkur vera á hárréttri leið með því að bjóða viðskiptavinum Heimkaupa upp á sífellt stækkandi safn titla og auðvelda þannig fólki aðgengið. Við höfum bætt gríðarlega í safnið frá því að við byrjuðum árið 2016 og höldum ótrauð áfram.” Samhliða því að bjóða upp á námsbækur á rafrænu formi til sölu hefur Heimkaup boðið upp á leigu á námsbókum og er hægt að velja um lengd lánstíma. „Þetta hefur mælst vel fyrir enda kemur þetta frábærlega út með tilliti til þeirra sem vilja spara aurinn enn frekar. Þá hefur viðkomandi aðeins aðgang að bókinni í ákveðinn tíma á meðan á námskeiði eða kúrs stendur. Þetta form er vaxandi hjá okkur og við sjáum að fólk kann að meta það að með þessu gefst kostur á að dreifa kostnaði yfir misserið frekar heldur en að leggja út fyrir öllu á einu bretti. Þetta er mjög lifandi umhverfi með fullt af tækifærum og verður spennandi að sjá hvernig þetta heldur áfram að þróast hjá okkur.” Skóla - og menntamál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Framboð náms-rafbóka eykst í takt við vaxandi eftirspurn. Allt að 60% ódýrara fyrir námsmenn að nýta sér rafbóksölu eða leigu. Mikill áhugi fyrir þessum kosti Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu - og notendaupplifunar hjá Heimkaupum segir rafbækurnar sífellt sækja í sig veðrið meðal íslenskra námsmanna, sér í lagi á háskólastigi. Heimkaup hefur lagt mikið kapp á að mæta vaxandi eftirspurn og tók upp sölu á rafbókum árið 2016. Nú er framboð titla komið yfir 7000 og hægt að fá rafbækurnar bæði keyptar og í leigu. „Við finnum fyrir miklum áhuga á rafbókunum hjá okkur, enda talsvert hagstæðara fyrir námsmenn að kaupa bók eða leigja hana með þessum hætti. Með því að nýta sér þessa lausn geta námsmenn sparað sér á bilinu 20-60% í útgjöldum yfir hverja önn. Það vegur sannarlega þungt, auk þess sem það er ólíkt hentugra að vera með námsbækurnar á einum stað, í svokallaðri bókahillu, í tölvunni eða snjallsímanum og geta þannig opnað þær hvar og hvenær sem er.” Thelma bendir á að rafbækurnar séu engir eftirbátar hefðbundinna skólabóka, hægt sé að glósa og strika yfir það sem þyki áhugavert og deila svo glósum með einföldum hætti. Að auki geri rafbókin lesanda kleift að slá inn leitarorð og einnig er valkostur þess sem notar, að fá bókina í formi hljóðbókar í gegnum þar til gert app sem fylgi með kaupunum. Þá sé rafbókarvæðingin til þess fallin að mæta æ háværari kröfum samtímans um sveigjanleika, en „bókasafnið” fylgi eigandanum hvert sem er, í tölvunni eða símanum. Þetta séu þægindi sem erfitt sé að horfa fram hjá í fari rafbókarinnar og því óhætt að fullyrða að rafbókin sé komin til að vera. „Kostir rafbókanna eru ótvíræðir og þetta er sannarlega framtíðin. Stóru erlendu forlögin hafa bent á að með tíð og tíma verði sumar bækur eingöngu gefnar út rafrænt, með það fyrir augum að auðvelda lagerhald og stemma stigu við prentkostnað, svo ég tel okkur vera á hárréttri leið með því að bjóða viðskiptavinum Heimkaupa upp á sífellt stækkandi safn titla og auðvelda þannig fólki aðgengið. Við höfum bætt gríðarlega í safnið frá því að við byrjuðum árið 2016 og höldum ótrauð áfram.” Samhliða því að bjóða upp á námsbækur á rafrænu formi til sölu hefur Heimkaup boðið upp á leigu á námsbókum og er hægt að velja um lengd lánstíma. „Þetta hefur mælst vel fyrir enda kemur þetta frábærlega út með tilliti til þeirra sem vilja spara aurinn enn frekar. Þá hefur viðkomandi aðeins aðgang að bókinni í ákveðinn tíma á meðan á námskeiði eða kúrs stendur. Þetta form er vaxandi hjá okkur og við sjáum að fólk kann að meta það að með þessu gefst kostur á að dreifa kostnaði yfir misserið frekar heldur en að leggja út fyrir öllu á einu bretti. Þetta er mjög lifandi umhverfi með fullt af tækifærum og verður spennandi að sjá hvernig þetta heldur áfram að þróast hjá okkur.”
Skóla - og menntamál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira