Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 13:25 Ungur drengur spilar leik í síma. Getty Börn í Kína mega einungis spila netleiki í þrjá tíma á viku. Leikjafyrirtækjum hefur verið gert að ganga úr skugga um að börn geti ekki spilað slíka leiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags, laugardags og sunnudagskvöldum. Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum. Kína Leikjavísir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum.
Kína Leikjavísir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira