Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 22:19 Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00