Rúnar: Hann gerir þetta oft á æfingum og gaman að sjá þetta gerast í leik Árni Konráð Árnason skrifar 29. ágúst 2021 20:12 vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í skýjunum eftir góðan 2-1 sigur á Leikni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. „Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
„Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“.
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00