Erlent

Norska lögreglan skaut mann til bana

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni.
Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað í hverfinu Valaskildi í Sarpsborg um klukkan átta í morgun að norskum tíma. Norska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi lokað vegum og götum í kringum vettvang. Maðurinn sem var skotinn hafi legið á gangstétt fyrir utan veitingastað.

Lögreglan staðfestir aðeins að maður hafi verið skotinn í aðgerð hennar. Maðurinn sé látinn. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um manninn eða hvort hann hafi verið vopnaður.

Íbúar í hverfinu segjast hafa heyrt að minnsta kosti fjóra byssuhvelli. Þeir hafi síðan séð sjúkraliða reyna að endurlífga manninn þar em hann lá í jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×