Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 21:31 Ronaldo var númer sjö er hann lék með Manchester United frá 2003 til 2009. Manchester United via Getty Images Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti. Enski boltinn Verslun Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira
United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti.
Enski boltinn Verslun Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira