Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2021 10:45 Apple stýrir því algerlega hvaða snjallforrit notendur Iphone-síma geta sótt sér. Öll forrit þurfa að fara í gegnum Appstore-verslunina og Apple tekur þóknanir fyrir greiðslur sem fara fram í gegnum hana. Vísir/EPA Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Epic Games, framleiðandi tölvuleiksins vinsæla Fornite, stefndi Apple í kjölfar þess að leiknum var úthýst í Appstore vegna þess að fyrirtækið byggði eigin greiðslukerfi fyrir viðskipti innan leiksins. Krefst Epic Games þess fyrir dómi að notendur Iphone fái að sækja snjallforrit utan Appstore. Niðurstaða liggur enn ekki fyrir í því máli en nú hefur Apple gert samkomulag til að freista þess að friða hóp smærri hugbúnaðarfyrirtækja sem þróa snjallforrit fyrir Ios-stýrikerfið. Með samkomulaginu fá fyrirtækin leyfi til að hvetja viðskiptavini sína til að greiða fyrir þjónustu í forritum fyrir utan Appstore, að sögn New York Times. Það geta þau gert með tölvupósti eða öðrum hætti en fyrirtækjunum verður áfram bannað að beina viðskiptinavinum sínum í önnur greiðslukerfi í forritunum sjálfum. Auk þess ætlar Apple að stofna sjóð til að greiða litlum hugbúnaðarfyrirtækjum og lofa að hækka ekki þóknun sem það tekur af greiðslum í Appstore hjá minni fyrirtækjum. Þóknunin var lækkuð úr 30% í 15% í að minnsta kosti þrjú ár í fyrra. Stærri hugbúnaðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri þókanir til Apple en þau mótmæla enn viðskiptaháttunum. Tónlistarveitan Spotify og Match Group sem á stefnumótaforritið Tinder styðja Epic Games í málaferlunum við Apple. Apple Tengdar fréttir Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Epic Games, framleiðandi tölvuleiksins vinsæla Fornite, stefndi Apple í kjölfar þess að leiknum var úthýst í Appstore vegna þess að fyrirtækið byggði eigin greiðslukerfi fyrir viðskipti innan leiksins. Krefst Epic Games þess fyrir dómi að notendur Iphone fái að sækja snjallforrit utan Appstore. Niðurstaða liggur enn ekki fyrir í því máli en nú hefur Apple gert samkomulag til að freista þess að friða hóp smærri hugbúnaðarfyrirtækja sem þróa snjallforrit fyrir Ios-stýrikerfið. Með samkomulaginu fá fyrirtækin leyfi til að hvetja viðskiptavini sína til að greiða fyrir þjónustu í forritum fyrir utan Appstore, að sögn New York Times. Það geta þau gert með tölvupósti eða öðrum hætti en fyrirtækjunum verður áfram bannað að beina viðskiptinavinum sínum í önnur greiðslukerfi í forritunum sjálfum. Auk þess ætlar Apple að stofna sjóð til að greiða litlum hugbúnaðarfyrirtækjum og lofa að hækka ekki þóknun sem það tekur af greiðslum í Appstore hjá minni fyrirtækjum. Þóknunin var lækkuð úr 30% í 15% í að minnsta kosti þrjú ár í fyrra. Stærri hugbúnaðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri þókanir til Apple en þau mótmæla enn viðskiptaháttunum. Tónlistarveitan Spotify og Match Group sem á stefnumótaforritið Tinder styðja Epic Games í málaferlunum við Apple.
Apple Tengdar fréttir Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07